Á döfinni

27. desember 2014

Hjólað á höfuðborgarsvæðinu

Hjólað á höfuðborgarsvæðinu, nema annað verði auglýst á heimasíðunni og í fréttabréfinu ,,Á döfinni".
Erfiðleikastig:
27. desember 2014

Blysför

Gengið frá Nauthólsvík um dimma skógarstíga Öskjuhlíðarinnar við birtu frá kyndlum. Allir sem vilja fá kyndil í hönd. Söngur og gleði og mögulega leynast jólasveinar í skóginum. Göngutími um 1½ klst.
Erfiðleikastig:
29. desember 2014

Áramótaferð

Það er fátt sérstakara en að kveðja gamla árið og fagna því nýja í fögrum fjallasal umkringdum stórbrotinni náttúru, jöklum og eldfjöllum. Víst er að áramót í Básum eru ógleymanleg upplifun með gönguferðum,...
Erfiðleikastig:

Leitaðu að ferð

Gaman með Útivist

Náttúrunni er ógnað

Þórarinn Eyfjörð formaður Útivistar fjallar hér um hugmyndir stjórnvalda sem ógna náttúrunni og samstöðu þjóðarinnar um þann sameiginlega þjóðarauð Íslendinga sem falinn er í náttúru landsins.

Hvaða tuð er þetta um almannarétt!

Í umræðum síðustu daga og vikna um hugmynd atvinnumálaráðherra um svokallaðan náttúrupassa til fjármögnunar á umbótum á fjölförnum ferðamannastöðum hefur hugtakið almannaréttur örlítið skotið upp kollinum.


Fréttir

1. desember 2014

Samstaða gegn framkvæmdum á Sprengisandi

Landvernd, Ferðafélagið Útivist, Ferðafélag Íslands, Ferðaklúbburinn 4x4 og SAMÚT, Samtök útivistarfélaga, hafa gengið frá sameiginlegum athugasemdum við drög að matsáætlun Landsnets um fyrirhugaða 220kV háspennulínu um Sprengisand og matsáætlun...

 • Kvenna-
  ferðir

  Kvennaferðir

  Kvennahópur á vegum Útivistar

  Undangengin 8 ár hafa farastjórarnir Jóhanna Benediktsdóttir og Kristjana Kristjánsdóttir staðið fyrir kvennaferð á sumri hverju á vegum Útivistar. Hafa þetta verið 3. til 5. daga göngur. Árið 2015 er engin undantekning og nú er haldið í Strútsskála og gist þar í tjöldum í 4 nætur og gengið um nágrenni skálans. Ferðin endar í afmælisfagnaði Útivistar.

  Myndir úr ferðum kvennahópsins

  Næstu ferðir

  22. júlí 2015 - 26. júlí 2015

  Kvennaferð - Strútur bækistöðvarferð

 • Jeppa-
  ferðir

  Jeppaferðir

  Í jeppaferðum koma þátttakendur á eigin jeppum. Ferðast er í hóp undir leiðsögn fararstjóra sem hefur góða reynslu af þessari tegund ferðamennsku. Bæði er um að ræða vetrarferðir þar sem gerðar eru tilteknar kröfur um búnað jeppanna, svo og sumar- og haustferðir sem henta lítið breyttum eða óbreyttum jeppum. 

  Næstu ferðir

  14. febrúar 2015 - 15. febrúar 2015

  Langjökull

  28. febrúar 2015 - 1. mars 2015

  Langjökull

 • Fjalla-
  refir

  Fjallarefir

  Hefur þig lengi langað í útivist og ekki látið verða af því eða viltu endurnýja kynni þín  við íslenska náttúru?  Góð göngudagskrá, þrekþjálfun og námskeið í fjallamennsku - allt í einum pakka.  Er það ekki einmitt það sem þú þarft á að halda á nýju ári? Þá er upplagt að gerast Fjallarefur og taka þátt í skemmtilegu göngu- og útvistarnámskeiði.

  Markmið námskeiðanna er:
  •    Að byggja markvisst upp gönguþrek og úthald.
  •    Að fræða um hagnýta hluti sem tengjast göngu- og fjallaferðum.
  •    Að kynna fjölbreyttar gönguleiðir innan og utan höfuðborgarsvæðisins.
  •    Að þátttakendur upplifi íslenska náttúru í skemmtilegum félagsskap.

  Öll námskeið Fjallarefa innifela þrekgöngutíma, lengri göngu- og fjallaferðir og helgarferð. Samhliða göngunum verður fræðsla þar sem þátttakendur safna í sarpinn hagnýtum upplýsingum sem tengjast útivist, til dæmis varðandi klæðnað, næringu og útbúnað.
  Þrekgöngutímar eru á þriðjudögum en gönguferðir tvo laugardaga í mánuði.  Fyrra námskeiðið stendur frá janúar og fram í maí og það seinna frá september til nóvemberloka.

  Vornámskeið: grunn- og framhaldsnámskeið Fjallarefa
  Á grunnnámskeiði er farið yfir undirstöðuatriði útivistar. Erfiðleikastig þrektíma og gönguferða eykst eftir því sem líður á námskeiðið.  
  Framhaldsnámskeiðið er ætlað þeim sem áður hafa tekið þátt í námskeiðum Fjallarefa eða eru í góðu almennu gönguformi.
  Námskeiðin fara fram á sama tíma og auðvelt er að færa sig á milli námskeiða, allt eftir óskum þátttakenda.
  Haustnámskeið: framhaldsnámskeið Fjallarefa
  Framhaldsnámskeið er ætlað þeim sem tóku þátt í vornámskeiðinu eða eru í góðu almennu gönguformi eftir sumarið.

  Fararstjórar eru Linda Udengård, Andri Lefever, Baldur Þorsteinsson, Björk Guðbrandsdóttir, Ása Ögmundsdóttir, Sverrir Andrésson og Vala Friðriksdóttir

  Næstu ferðir

  1. janúar 2015 - 31. maí 2015

  Fjallarefir II - framhaldsnámskeið vor

  1. janúar 2015 - 30. nóvember 2015

  Fjallarefir II - framhaldsnámskeið allt árið

  6. janúar 2015 - 31. mars 2015

  Fjallarefir I - grunnnámskeið vor

 • Everest

  Everest

  Dagskrá Everest-hóps Útivistar er sniðin að vönu göngufólki sem vill takast á við snarpa áreynslu á ögrandi fjöllum. Á árinu 2015 eru tvær helgarferðir á dagskránni, í júní og ágúst. Á tímabilinu 14. janúar til 25. mars eru vikulegar kvöldgöngur á miðvikudögum (alls 11 talsins) og er þá gengið á fjöll/fell í nágrenni höfuðborgarinnar. Lengri göngur eru 2. laugardag í hverjum mánuði nema í þeim mánuðum sem helgarferðir eru, svo og í júlímánuði en þá er sumarfrí frá göngunum.

  Skráningargjald í hópinn er 25.000 kr. og innifalið í því eru kvöldgöngurnar í janúar-mars. Verð á laugardagsgöngunum er 3.500 kr. Farið er á einkabílum á upphafsstað göngu, þátttakendur sameinast í bíla og deila með sér eldsneytiskostnaði.

  Fararstjórar eru Kristíana Baldursdóttir, Stefán Birgisson og Unnur Jónsdóttir.
  Í lýsingum á ferðum er ekki getið um tíma og vegalengd í göngum. Ástæða þess er sú að leiðarval tekur mið af aðstæðum á svæðinu þegar að göngunni kemur. Upplýsingar eru sendar í tölvupósti til þátttakenda nokkrum dögum fyrir göngu.

  Næstu ferðir

  1. janúar 2015 - 31. desember 2015

  Everest - skráningargjald

  14. febrúar 2015

  Ingólfsfjall

 • Útivistar-
  ræktin

  Útivistarræktin

  Ókeypis göngur í nágrenni höfuðborgarinnar

  Útivistarræktin hefur verið við lýði um árabil og hefur mælst mjög vel fyrir. Gengið er tvisvar í viku og er þátttaka mjög góð. Með því að taka þátt í Útivistarræktinni fæst góð líkamsrækt og um leið hentugur undirbúningur fyrir krefjandi ferðir. Þá spillir ekki fyrir að þátttaka í Útivistarræktinni kostar ekkert og allir eru velkomnir.

  Á mánudögum er gengið um Elliðaárdalinn. Lagt er af stað kl. 18:00 frá Toppstöðinni (stóra brúna húsinu í Elliðaárdalnum, ekið frá Ártúnsbrekku, sjá kort).

  Á miðvikudögum er einnig gengið um Elliðaárdalinn, brottför frá sama stað og á mánudögum en nú kl. 18:30. Í miðvikudagsgöngunni er hins vegar farið hægar yfir.

  Frá apríl og fram í september breytast miðvikudagsgöngurnar með þeim hætti að þá er farið í göngur í nágrenni borgarinnar, en sameinast í bíla við Toppstöðina. Fararstjóri frá Útivist hefur umsjón með göngunni og velur leið hverju sinni. Sama gildir um þessar göngur og aðrar göngur Útivistarræktarinnar að þátttaka kostar ekkert, að öðru leyti en því að farþegar í bílum taka þátt í eldsneytiskostnaði með framlagi til ökumanns.